Páskaúthlutun Vaðnes og Akureyri 2019 – Umsóknarfrestur til 28.febrúar

Páskaúthlutun 2019 – Umsóknarfrestur til 28.febrúar

Úthlutun orlofshúsa um páska er nú er skipt upp í þjú tímabil 

     12-17 apríl  5 dagar kr. 17.600.-

     17-23 apríl 6 dagar kr. 19.600.-       

      23-28.apríl 5 dagar kr. 17.600.-

Úthlutun orlofshúsa um Páska er nú er skipt upp í þjú tímabil 

Athugið!

Við úthlutun er horft til punktastöðu og fyrri úthlutana.

 

Samkomulag sex stéttarfélaga vegna komandi kjarasamninga - Væntanleg viðhorfskönnun til félagsmanna STAMOS

Samkomulag sex stéttarflélaga (SSS) vegna kjarasamninga hefur verið undirritað og munu félögin vinna saman að undirbúningi, samningagerð og eftirfylgd vegna komandi kjarasamninga. Stéttarfélögin vinna fyrir félagsmenn á opinberum vinnumarkaði en samstarfsfélögin eru; Foss stéttarfélag í almannaþjónustu, starfsmannafélögin í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Suðurnesjum. Samningar á almennum vinnumarkaði renna út um áramót en á þeim opinbera í lok mars á næsta ári.

Eitt fyrsta verkefni í samstarfi SSS er að leggja af stað með sameiginlega og vandaða viðhorfskönnun þar sem leitað verður  til félagsmanna,. Kallað er eftir kröfum og helstu áhersluatriðum vegna komandi kjarasamninga. Þá er upplýsinga leitað meðal annars um líðan í starfi, launakjör og vinnuumhverfi. Með viðhorfskönnuninni vilja stéttarfélögin fá fram skoðanir sinna félagsmanna til að geta starfað betur í þeirra þágu  og mun beiðni um þátttöku berist fljótlega með tölvupósti en einnig verður hægt að svara könuninni með snjallsíma.

Opnað fyrir bókanir í sumarhús í Vaðnesi og íbúð á Akureyri til 12. apríl 2019

Sæl öll

Nú hefur verið opnað fyrir bókanir í Vaðnes og á Akureyri fram til 12. apríl  næstkomandi. 

 

 

Námskeið um lífeyrisréttindi við Starfslok - Brú Lífeyrissjóður

Brú lífeyrissjóður heldur námskeið um lífeyrisréttindi við starfslok fyrir sjóðfélaga Brúar lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í húsakynnum sjóðsins, Sigtúni 42, Reykjavík, miðvikudaginn 22.. ágúst nk.

Á námskeiðinu verður farið almennt yfir helstu lífeyrisréttindi sjóðfélaga, hvar upplýsingar um réttindi er að finna og spurningum svarað sem brenna á sjóðfélögum um lífeyrismál.

 

Brú lífeyrissjóður rekur þrjár ólíkar deildir með mismunandi réttindakerfum og er námskeiðið því skipt upp eftir því. Takmarkaður fjöldi sæta eru í boði á hvert námskeið og nauðsynlegt að sjóðfélagar skrái þátttöku sína. Námskeið fyrir hverja deild tekur u.þ.b. klukkutíma.

 

Skráning hér

Skrifstofa opin eftir sumarlokun

Félagsmenn athugið

Skrifstofan hefur nú opnað á ný eftir sumarlokun.

Íbúðin á Akureyri og Sumarhúsið í Vaðnesi eru  í leigu til 31.ágúst.1. september hefst vetrarleigutímabil  en augslýst verður síðar hvenær verður opnað fyrir bókanir, en væntanlega verður það í lok næstu viku.

Fyrsti stjórnarfundur starfsfárið 2018-2019 var ráðgerður í dag en var frestað um viku til fimmtudagsins 23.ágúst næstkomandi,.

 

Með kveðju, 

Guðrún