Fréttir


Golfkortið 2016 er komið í sölu

18-04-2016

Kortið kostar kr. 1.500.- og 2 punkta fyrir félagsmenn okkar en á almennum markaði kr. 4.500.- ​

Sjá heimasíðu  Golfkortsins  

Kortið veitir heimild til spilunar á þeim völlum er tilgreindir eru, annars vegar 2 fyrir 1 eða 40% afsláttur,  alla daga sem þeir eru opnir til spilunar fyrir almenning (sjá einnig sérreglur).

Korthafa ber að fara í einu og öllu að reglum hvers vallar.

Kortið veitir heimild til spilunar á þeim völlum er tilgreindir eru í handbókinni og á heimasíðunni. Ef ekki er samræmi í handbók og golfkortid.is þá gilda þær upplýsingar sem koma fram á heimasíðunni.

Skráning á rástíma: Það getur þurft að panta rástíma hjá ákveðnum klúbbum. Getur verið bæði á staðnum, gegnum Netið eða hringt í viðkomandi klúbb.

ATH. Sérreglur gilda á eftirtalda velli;
- Oddur/Ljúflingur: Hámark 6 hringir.
- GKG/Mýrin: Virka daga þarf að hefja leik fyrir klukkan 14:00, gildir ekki um helgar. Hámark 4 hringir.
- Keilir/Sveinkotsvöllur: Virka daga þarf að hefja leik fyrir klukkan 15:00, gildir ekki um helgar.
- Dalbúi við Laugarvatn: Virka daga þarf að hefja leik fyrir kl. 15:00, gildir ekki um helgar.
- Lundsvöllur Fnjóskadal: Gildir mánudaga - fimmtudaga. Gildir ekki föstudaga, laugardaga eða sunnudaga.  
- Þverárvöllur Hellishólum: Gildir allan daginn mánudaga - fimmtudaga. Föstudaga þarf að hefja leik fyrir kl. 16:00, gildir ekki um helgar.
- Kálfatjarnarvöllur Vatnsleysuströnd: Gildir 2 fyrir 1 mánudaga - föstudaga þarf að hefja leik fyrir kl. 14:00, um helgar eftir kl. 16:00.
- Grænanesvöllur Norðfirði:    Gildir alla daga nema laugardaga.
- Þorláksvöllur Þorlákshöfn: Gildir 2 fyrir 1 virka daga og þarf að hefja leik fyrir kl. 15:00, gildir ekki um helgar.
- Álftanesvöllur Álftanesi: Virka daga og þarf að hefja leik fyrir kl. 15:00, gildir ekki um helgar.
- Þverá Akureyri: Hámark 3 hringir.

Hvert kort gildir til eins árs í senn, þ.e. almanaksárið eins og gefið er upp á viðkomandi korti.
 
Sé kort ekki áritað með kennitölu þegar það er sýnt á velli, ber viðkomandi að árita það eða að láta vallarstarfsmann árita það.
 
Golfkortið ber enga ábyrgð á ástandi golfvalla né opnunartíma þeirra. Best er áður en lagt er af stað í langferð að kanna þetta hjá viðkomandi völlum er spila skal á.

Kortið gildir á alla vellina sem í samstarfinu eru 2 fyrir 1, þ.e. greitt fyrir einn, tveir geta spilað (annar frítt), einnig á flesta vellina 40% afsláttur af vallargjaldi ef einn kemur að spila (korthafi).

Dæmi: Ef vallargjald er 3.000 krónur á mann, og hjón koma að spila, þá framvísa þau Golfkortinu og greiða aðeins 3.000 krónur og geta þá bæði spilað, þ.e. annað spilar frítt.

Ef einstaklingur kemur að spila og vallargjald er 3.000 krónur, þá framvísar hann kortinu, fær 40% afslátt og greiðir þá aðeins 1.800 krónur, einfalt og hagkvæmt.

Gangi þér vel og góða skemmtun.