Fréttir


Mikilvægar upplýsingar frá STAMOS

14-02-2020

Heil og sæl kæru félagsmenn !

Eins og flestir hafa orðið varir við, gengur hvorki né rekur í samningaviðræðum okkar bæjarstarfsmanna /BSRB við samninganefnd sveitafélagnanna.
Félögin hafa verið kjarasamningslaus í á ellefta mánuð og nú er tími til komin að slá í borðið og standa við hótanirnar.

Í síðustu viku var samþykkt af stjórnum aðildafélaga BSRB að undirbúa atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun.

Við gerum ráð fyrir að atkvæðagreiðslurnar fari fram 17-19 febrúar og munuð þið fá sendann kjörseðil á netföngin ykkar þá.

Til að upplýsa félagsmenn viljum við bjóða ykkur í kaffi og spjall á skrifstofu félagsin mánudaginn 17 febrúar kl 17:00:-18:00

Þar munum við fara yfir stöðuna og svara spurningum.

Stjórn STAMOS